Mikilvægt er að hafa reykskynjara staðsetta í stigagöngum húsa
Í þvottahúsum skal gæta þess að hreinsa ló reglulega í þurrkurum, en ló er einstaklega góður eldsmatur
Ef upp kemur eldur skal ekki nota lyftuna
Ef eldur kemur upp í stigagangi getur verið best að halda sig inni á heimilinu og loka hurðinni tryggilega. Farið frekar út á svalir eða í glugga og fangið athygli þar og bíðið eftir aðstoð
Ef heimilið er á fleiri en einni hæð er mikilvægt að hafa reykskynjara á öllum hæðum. Þá er einnig nauðsynlegt að tryggja að flóttaleiðir séu út af öllum hæðum hússins
Aðgangur að svaladyrum á að vera greiður og auðvelt þarf að vera að opna þær. Flóttaleiðir eiga að vera opnanlegar innan frá, án lykils
Notið stigaganga ekki sem geymslur til að tryggja greiða flóttaleið úr húsinu
Enginn afsláttur er gefinn af slökkvitækjum í fjölbýlishúsum, gangið úr skugga um að slík tæki séu að finna við alla útganga
Sömu reglur gilda einnig um reykskynjara, einn í hverju rými