Ertu með þitt á hreinu?
Brunavarnir í leiguhúsnæði
Brunavarnir heimilisins skipta máli, hvort sem um er að ræða leiguhúsnæði eða eigin húsnæði. Þegar þú leigir skaltu kynna þér brunavarnir og spyrja leigusala út í þær.
- 8% leiguíbúða eru án reykskynjara og 45% án eldvarnarteppis
- 4% eigin íbúða eru án reykskynjara og 30% án eldvarnarteppis
*Samkvæmt könnun HMS frá janúar 2025

Mikilvæg atriði brunavarna
- Reykskynjari – Gakktu úr skugga um að hann sé til staðar
- Slökkvitæki – Á að vera staðsett á flóttaleið
- Eldvarnarteppi – Nauðsynlegt í eldhúsi
- Flóttaleiðir – Tvær þekktar og aðgengilegar leiðir út úr húsnæðinu
- Fræðsla og æfingar – Heimilisfólk ætti að þekkja brunavarnir og æfa flótta reglulega
- Viðhald – Prófa reykskynjara og láta fagaðila yfirfara slökkvitæki að lágmarki einu sinni á ári

Ábyrgð leigusala á brunavörnum
- Upplýsingar – Leigusali skal kynna leigutaka fyrir brunavörnum húsnæðisins
- Reykskynjarar – Að lágmarki einn fyrir hver 80m²*
- Slökkvitæki – Skal vera við flóttaleið, nálægt útgönguleið, á göngum eða stigapöllum
- Merking og aðgengi – Slökkvitæki skal vera á greinilega merktum og aðgengilegum stöðum
- Hæð slökkvitækis – Handfang þess má ekki vera hærra en 90 cm frá gólfi til að tryggja þægilegan aðgang
- Viðhald – Fagaðili skal yfirfara slökkvitæki einu sinni á ári
- Flóttaleiðir – Tvær greiðar flóttaleiðir skulu tryggðar, með teiknaðri flóttaáætlun sem íbúar þekkja
*Mælt er með einum reykskynjara í hverju rými þar sem eru hleðslutæki eða rafmagnstæki.

Almenn ábyrgð eiganda á brunavörnum
- Eftirlit og ábyrgð – Eigandi (og forráðamaður mannvirkis eftir atvikum) ber ábyrgð á að brunavarnir séu virkar og reglulega yfirfarnar.
- Reyk- og brunahólfun – Brunahólfun skal vera virk milli byggingahluta og með fullnægjandi hurðum sem halda brunamótstöðu.
- Lagnir og frágangur – Rör og lagnir sem fara í gegnum brunahólfandi byggingarhluta mega ekki rýra brunamótstöðu.
- Eldvarnaeftirlit – Er á ábyrgð slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags.
- Breytingar á húsnæði – Atvinnuhúsnæði fellur undir aðrar reglur en íbúðarhúsnæði. Breytingar þurfa samþykki skipulagsnefndar, byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits sveitarfélagsins.
- Reykskynjarar – Íslensk lög krefjast þess að þeir séu CE-merktir, sem tryggir að þeir uppfylli grunnkröfur og hafi verið prófaðir samkvæmt viðurkenndum reglum.
